Sími 441 5200

Dagbók

22. Júni 2018

Vikan 18-22.júní

Heil og sæl frábæru foreldrar

Við erum búin að hafa það ofboðslega gaman í vikunni. Við erum t.d. búin að vera mjög mikið úti að leika okkur hvort sem það var rigning eða sól.
Á mánudaginn fengu börnin aðeins að föndra. Þau völdu sér liti og máluðu spjöldin sem þau voru með á sér á sumarhátíðinni.
Á þriðjudaginn fengu þau nokkur að kíkja í leiksalinn eftir hvíldina til að létta aðeins á ganginum. Oft á það til að verða mikil læti á þessum tíma, börnin að vakna og full af batteríi.
Á miðvikudaginn var dagur vikunnar! Við fengum SÓL og BLÍÐU. Að sjálfsögðu drifum við okkur út að leika, settum tónlist í garðinn og skreyttum fyrir sumarhátíðina. Börnin enduðu flest öll húfulaus og á bolnum. Dásamlegt!
Eftir hvíldina fengu þau andlitsmálun, héldum ávaxtastund með Laut og Læk og síðan var komið að sumarhátíðinni okkar sem gekk ótrúlega vel, og takk allir fyrir komuna! Vonandi hafið þið notið ykkar vel og allir ánægðir að hafa þurft að fara smá fyrr heim úr vinnuni og út í góða veðrið heheeee…
Daginn eftir var síðan greeeenjandi rigning, alveg yndislegt.. en við létum það ekkert stoppa okkur og fórum við út að leika okkur fyrir hádegi en ákváðum síðan að halda okkur inni eftir hádegið.
Gaman saman var í dag með Laut og Læk fyrir kaffitímann og að sjálfsögðu fór þessI dagur í það að hita upp leikinn. ÁFRAM ÍSLAND!

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi <3
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica