Sími 441 5200

Dagbók

15. júni 2018

Vikan 11-15.júní

Heil og sæl frábæru foreldrar

Á mánudaginn var týna upp rusl dagurinn. Að sjálfsögðu brettum við upp ermarnar og fórum aðeins út fyrir garðinn og týndum upp ruslið sem var í kringum leikskólann. Krökkunum fannst þetta alveg rosalega skemmtilegt, það þarf ekki mikið til að gleðja þessa orma.

Á miðvikudaginn byrjaði hún Sara Líf í aðlögun hjá okkur. Hún er svo glöð og ánægð hjá okkur og krakkarnir taka rosalega vel á móti henni. Allt gengur vonum framar J Okkur hlakkar mjög til komandi tíma með henni, dásamleg og ljúf stelpa!

Annars erum við búin að vera mikið í úti að leika okkur, krakkarnir eru alltaf í svo flottum leik.
Við höfum einnig verið að hlusta á sögu, dansa, perla, plúskubba, lita og margt fleira skemmtilegt inn á deild.

Í dag byrjuðum við daginn á útiveru. Við vorum með partý í garðinum ss. tónlist og börnin fengu að kríta.
Við héldum upp á Gaman saman með Laut og Læk fyrir kaffitímann og enduðum síðan daginn á annarri útiveru. Við förum heldur betur fersk inn í helgina, eina sem vantar er elsku sólin okkar, en hún er nú væntanleg í næstu viku! vonandi..
Við viljum minna á……..ÍSLAND-ARGENTÍNA á morgun! Við erum byrjuð að hita upp fyrir leikinn, aðeins búin að æfa HÚIÐ og segja áfram Ísland. Krakkarnir fengu síðan að sjálfsögðu íslensku litina á andlitið.

Á þriðjudaginn í næstu viku, þann 19.júní ætlum við að halda upp á sumarhátíðina okkar. Það verður mæting hjá ykkur foreldrum eða ömmum og öfum kl 14 J
Þið munið fara með börnin ykkar í gegnum íþróttastöðvar og fá þau stimpil á spjaldið sitt fyrir hverja stöð. Einnig ætlar leikhópurinn Lotta að koma í heimsókn, hoppukastali verður á staðnum og síðan ætlum við að grilla pulsur og hafa rosa gaman.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi, ÁFRAM ÍSLAND
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica