Sími 441 5200

Dagbók

8. júni 2018

Vikan 4-8.júní

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Við erum búin að fá alveg YNDISLEGT veður þessa vikuna og höfum við verið að fara 2x á dag út að leika okkur.
Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð. Við löbbuðum hringinn í kringum kirkjugarðinn, sáum gröfur sem krökkunum fannst mjög áhugaverðar og stóðum síðan upp á brúnni og fylgdumst með bílunum sem keyrðu undir hana. Við tókum síðan smá beygju að Salaskóla og lékum okkur þar á lóðinni.
Á miðvikudaginn var ávaxtadagur, við skárum niður ávextina sem börnin komu með í leikskólann og borðuðum þá áður en við fengum okkur brauð í kaffitímanum.
Í samverustundum erum við mikið búin vera að dansa, syngja og hlusta á sögu.
Í dag klæddu börnin sig í pollagallana og stígvélin, fengu fötu, pensil og sápukúlur. Kveikt var á krananum út í garði og var mikið sullað. Einnig var kveikt á tónlist svo það var mikið fjör og gaman hjá þeim. Ekkert skemmtilegra en að sjá þau hafa svona gaman, þau voru svo hamingjusöm!
Fyrir kaffitímann var eins og vanalega, Gaman saman með Laut og Læk.
Við enduðum síðan daginn á útiveru.

Á miðvikudaginn í næstu viku er barn að koma í aðlögun til okkar, hún Sara Líf. Við munum taka vel á móti henni, alltaf gaman að fá nýjan vin/vinkonu til okkar.
Hún kom í smá heimsókn til okkar í seinustu viku og var hún ótrúlega dugleg og kát J

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi

Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica