Sími 441 5200

Dagbók

1. júni 2018

Vikan 28.maí-1.júní

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið glimrandi vel.
Við erum búin að vera með holukubba svæðið í þessari viku. Krakkarnir finna sér alltaf eitthvað til þess að búa sér til í þeim eins og t.d. hús, bíl, skip, rennibraut og fleira..
Þar sem leiksalurinn og smiðjan er komið í sumarfrí höfum við bara verið að hafa það skemmtilegt inn á deild, nýtt okkur svæðið frammi eða farið út að leika okkur. Á þriðjudaginn var leiksalurinn laus svo börnin fengu að fara þangað inn í hópum að næla sér í smá útrás.
 Við erum búin að fá yndislegt veður í vikunni þrátt fyrir enga sól og höfum við að sjálfsögðu nýtt okkur það vel.
Í samverustundum erum við búin að vera að gera allskonar. Dansa, syngja, hlusta á sögu og spjalla saman.
Í dag fórum við út að leika okkur fyrir hádegi. Gaman saman var fyrir kaffitímann með Laut og Læk og ætlum við síðan að enda daginn á annari útiveru.

Eitt sem við viljum byðja ykkur um elsku foreldrar, mjög fallega!
Sum barnanna eiga það til að koma frekar seint í leikskólann sem gerir það að verkum að þau verða ekki nægilega þreytt þegar kemur að hvíldinni. Þegar það kemur fyrir þá eiga þau til með að trufla hin börnin í kringum sig sem þurfa á hvíldinni að halda.
Þegar þau eru í leikskólanum eru þau að allan daginn og er því hvíldin nauðsynleg.

Og síðan enn og aftur.. það væri frábært ef börnin ykkar kæmu með strigaskó, flísbuxur, létta húfu og úlpu í leikskólann J

Takk fyrir vikuna kæru foreldrar og eigið yndislega helgi.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica