Sími 441 5200

Dagbók

25. maí 2018

 vikan 22-25 maí

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Löng helgi að baki og þar með stutt leikskólavika.

Vikan hefur gengið vel fyrir sig og verið með hefðbundnu sniði. Við höfum verið með fjölbreyttan leik, skoðað skemmtilegar bækur, hlustað á sögur, púslað, perlað og fleira skemmtilegt.

Við höfum farið eins mikið út og veðrið hefur leyft okkur.

Í dag var hjóladagur hjá okkur sem var ótrúlega skemmtilegur. Börnin voru ánægð allan tímann þrátt fyrir smá mótvind, virtust ekkert hafa kippt sér upp við hann. Það var svo gaman hjá þeim og voru þau einnig mjög dugleg að leyfa öðrum að prufa hjólin sín eða sparkbílana.

Fyrir kaffitímann var gaman saman með Laut og Læk og sungum við þar nokkur skemmtileg lög og dönsuðum saman.
Enduðum síðan þessa skemmtilegu viku á útiveru að hjóla .


Takk fyrir vikuna og eigið yndislega langa helgi saman
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind



Þetta vefsvæði byggir á Eplica