Sími 441 5200

Dagbók

17. maí 2018

Vikan 14-17.maí 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Enn og aftur er stutt vika hjá okkur þar sem það er skipulagsdagur hjá okkur á morgun og verður því leikskólinn lokaður. Sama á við um mánudaginn, þá er annar í hvítasunnu svo við sjáumst hress og kát á þriðjudaginn.
Á mánudaginn byrjuðum við vikuna okkar rólega, lékum okkur saman inn á deild og fórum út að leika okkur.
Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð. Við löbbuðum að búddastyttunni við Lindakirkjuna, skoðuðum hana aðeins og fórum síðan aðeins upp á nýju brúnna og fylgdumst með bílunum sem keyrðu þar undir. Þeim fannst það mjög áhugavert. Kláruðum síðan hringinn við kirkjugarðinn svo börnin fóru ca 2km þennan morguninn! Ótrúlega dugleg, enginn sem kvartaði. Þegar við komum heim voru þau ansi þreytt, enda engin furða haha.. Enduðum síðan daginn á annari útiveru, yndislegt veðrið!
Á miðvikudaginn fóru börnin með Eyþóri inn í leiksalinn og í dag tók hún Lísa hópana með sér inn í smiðjuna og föndruðu þau sumarblóm. J
Í þessari viku erum við mikið búin að vera lita í litabækur og æfa okkur að lita ekki út fyrir og að klára myndirnar sem við veljum okkur.

Á föstudaginn næstakomandi (24/5) ætlum við á Lind að vera með hjóladag. Þá mega börnin koma á sínum hjólum í leikskólann og muna eftir HJÁLMINUM! Ef þau eiga ekki hjól er sjálfsögðu í lagi að þau koma á sparkbílum eða öðru sem þau eiga.

Í sambandi við útifatnaðinn. Þið megið þið gjarnan alltaf hafa til staðar í hólfunum þeirra.. léttar húfur, létta vettlinga, flísbuxur, flíspeysu, úlpu og strigaskó. Ekki er nóg að hafa bara regngalla J

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega langa helgi saman
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica