Sími 441 5200

Dagbók

11. maí 2018

Vikan 7-11.maí 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Við erum búin að eiga ljómandi góða og rólega viku saman.
Á miðvikudaginn fóru krakkarnir í leiksalinn til Eyþórs en því miður var engin smiðja hjá henni Rebecu þessa vikuna þar sem það var frídagur. Vonandi áttu allir góðan frídag saman J
Við erum aðeins búin að vera hlusta á sögur, þá aðallega Rauðhettu og úlfinn þar sem hún er í miklu uppáhaldi hjá börnunum.
Okkar svæði þessa vikuna eru holukubbarnir svo við erum búin að vera að nýta okkur þá. Það er svo gaman að sjá hvað þau búa sér til úr þeim eins og t.d. heitapott, skip, lest og fleira.. Hugmyndarflugið hjá þessum börnum er svo skemmtilegt.
Annars erum við búin að vera að lita, þræða, plúskubba og margt fleira skemmtilegt inn á deild og að sjálfsögðu höfum við líka verið að fara út að leika okkur.
Í dag var gaman saman með Laut og Læk, alltaf fjör og gaman þar!

Föstudaginn 18.maí er skipulagsdagur hjá okkur, þá er leikskólinn lokaður J

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica