Sími 441 5200

Dagbók

4. maí 2018

Vikan 30.apríl-4.maí

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið ljómandi vel hjá okkur þrátt fyrir óspennandi veður sem er búið að vera ansi skrautlegt.. Eina stundina þurfum við að vera dúnuð í snjógalla, hina stundina í pollagalla og aðra stundina í úlpu og flísbuxum… Veðrið hefur aldeilis verið að flækja þetta fyrir okkur! Haha
En úr einu í annað.. þá erum við búin að gera margt skemmtilegt í þessari viku.
Við erum t.d. búin að vera með dúkkukrókinn svo við höfum nýtt okkur hann mjög vel.
Við erum búin að vera æfa okkur í a hlusta á sögur, þá aðallega Rauðhettu og úlfinn, hún virðist vera lang vinsælust.
Við höfum verið að æfa okkur að klippa blöðin með skærum, það finnst þeim ótrúlega skemmtilegt og er það að ganga mjög vel hjá þeim. Endilega leyfið þeim að klippa niður notuð blöð heima í stað þess að henda þeim beint í ruslið, þeim finnst það æðislega gaman. J
Á miðvikudaginn fóru allir hóparnir í leiksalinn til Eyþórs og á fimmtudaginn fóru allir hóparnir inn í smiðjuna til hennar Rebecu. Þar æfðu þau sig í að gera Yoga og fengu síðan aðeins að leika sér með brauðrasp og dót.
Á fimmtudaginn átti Lísa afmæli og hélt hún upp á smá afmælisveislu með krökkunum og bauð hún þeim upp á íspinna.
Í dag á Carmen afmæli og hélt hún einnig líka upp á smá afmælisveislu með krökkunum og bauð hún þeim upp á snakk.
Í dag kom einnig Spænska sjónvarpið í heimsókn til okkar. Rebeca fékk að taka nokkur börn með sér inn í smiðjuna og gerði með þeim Yoga sem gekk ótrúlega vel.
Við héldum upp á Gaman saman með Laut og Læk og sýndum Spænka sjónvarpinu skemmtilegu lögin okkar.

Takk fyrir vikuna elsku foreldrar og njótið hlegarinnar!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica