Sími 441 5200

Dagbók

27. apríl 2018

Vikan 23-27.apríl

Heil og sæl frábæru foreldrar

Á mánudaginn fengum við yndislegt sumarveður og tókum við þá góðu ákvörðun að fara í vettvangsferð. Við fórum á Hvammsvöll og lékum okkur þar í góða stund. Fórum síðan á rólóvöllinn sem er í Blásölum, þar er stór klifurpíramídi sem krökkunum fannst voðalega skemmtilegt að klifra í ásamt vegasalti og rólum. Enduðum síðan á því að fara í heimsókn til Carmen og bauð hún okkur upp á hafrakex og mjólkurglas. Ótrúlega skemmtileg og vel heppnuð vettvangsferð.
Þennan daginn fórum við að sjálfsögðu aftur út að leika okkur eftir kaffitíman, nýta þetta góða veður!
Á þriðjudaginn fórum við líka bæði fyrir og eftir hádegi út að leika okkur.
Á miðvikudaginn var leikvangur hjá honum Eyþóri.
Í samverustund var hlustað á ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn og voru þau mjög áhugasöm og dugleg að hlusta á söguna. Fyrir kaffitíman báðu þau um að fá að hlusta á hana aftur. Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara vinna meira með. J Dagurinn endaði síðan úti í greeeenjandi rigningu! Börnin voru vel blaut, subbuleg og sæt. Þau skemmtu sér allavegana vel.
Á fimmtudaginn var skapandi starf hjá henni Rebecu. Hún stillti upp fallegu sumarblómi á borðið sem þau áttu síðan að teikna á blaðið sitt.
Við fengum að stelast aðeins í dúkkukrókinn þar sem að Lækurinn var ekki í húsi þennan morguninn, hann er alltaf mjög vinsæll.
Rauðhetta og úlfurinn var enn og aftur endurtekinn og enduðum við síðan daginn okkur á útiveru.
Í dag er kominn föstudagur. Í morgun vorum við bara að dúllast inni á deild og allir í flottum leik.
Að sjálfsögðu báðu krakkarnir um að fá að hlusta á Rauðhettu haha.. og gerðum við það fyrir hádegismatinn. Fyrir kaffitíman var gaman saman með Laut og Læk og sungum við þar nokkur skemmtileg lög og dönsuðum saman.
Enduðum síðan þessa skemmtilegu viku á útiveru.

Á þriðjudaginn er 1.maí (verkalýðsdagurinn) og þá er leikskólinn lokaður J

Takk fyrir vikuna og eigið dásamlega helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica