Sími 441 5200

Dagbók

20. apríl 2018

Vikan 16-20.apríl

Heil og sæl frábæru foreldrar og gleðilegt sumar!

Á mánudaginn fórum við í smá vettvangsferð. Við fórum í heimsókn í Salaskóla og lékum okkur aðeins á skólalóðinni þar. Börnin hittu eldri systkinin sín, frænkur, frænda og vini. Þau fengu að sjálfsögðu heilmikla athygli! Við fórum síðan aðeins inn í Salalaugina að hlýja okkur þar sem við lentum í miklu roki. Síðan hlupum við aftur heim í leikskólann í gegnum fótboltavöllinn og rúlluðum okkur niður brekkuna. Rosa fjör, enda voru þau fljót að sofna!
Eftir kaffitímann var komið dásamlegt veður svo við fórum aftur út að leika okkur, nóg um útiveruna þennan daginn!
Á þriðjudaginn fengum við dúkkukrókinn í láni, við lékum okkur með plús- og burstakubbana og margt fleira skemmtilegt. Enduðum síðan daginn á útiveru.
Á miðvikudaginn tók Lísa alla hópana með sér inn í leikvanginn og fengu þau að hlaupa, hoppa og dansa eins og þau vildu!
Í dag byrjuðum við daginn auðvitað á því að fá okkur morgungrautinn og lékum okkur aðeins inn á deild. Fórum síðan út að leika okkur í góða veðrinu.
Fyrir kaffitímann var síðan gaman saman með laut og læk. Síðan fórum við aftur út að leika okkur seinnipartinn.

Núna hefur hlýnað mikið í veðri og komið sumar. Endilega komið með léttari húfur, vettlinga og peysur á börnin J

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica