Sími 441 5200

Dagbók

13.apríl 2018

Vikan 9-13.apríl

Heil og sæl frábæru foreldrar

Mjög skemmtileg litavika á enda!
Á mánudaginn var gulur dagur! Við máluðum hendina á þeim gula sem þau stimpluðu síðan á blað. Einnig söfnuðum við saman gulu dóti.
Hann Frosti okkar átti afmæli á gula deginum og hélt hann upp á 3ára afmælið sitt. Hann bauð okkur upp á popp og saltstangir.
Á þriðjudaginn var rauður dagur og máluðum við hendina á þeim rauða sem þau stimpluðu síðan á blað og söfnuðu síðan að sjálfsögðu saman rauðu dóti.
Á miðvikudaginn gerðum við síðan það sama og hina dagana á undan nema þá var grænt þema. Börnin fóru í leiksalinn til Eyþórs.
Á fimmtudaginn átti hún Emma Dís okkar afmæli á bláa deginum og hélt hún upp á 3ára afmælið sitt. Hún bauð okkur líka upp á popp og saltstangir.
Auðvitað máluðum við síðan hendina á þeim bláa og söfnuðum saman bláu dóti.
Þessi litríku handa listaverk hanga uppi inn á deild.
Einnig fóru þau í smiðjuna til Rebecu!
Það er svo jákvætt við þessa viku hvað við vinnum vel með grunnlitina. Við tölum mikið um hvern lit fyrir sig, lítum í kringum og spyrjum spurninga.
Í dag var síðan regnbogadagurinn! Allir mættu í allskyns lituðum fötum og skelltum við okkur saman á regnbogaball þar sem allir voru voðalega kátir og glaðir, sungu og dönsuðu út í eitt! Eftir ballið var opið flæði út um allan leikskólann, börnin máttu leika sér á hvaða svæði sem er.
Fyrir kaffitímann var síðan gaman saman með Laut og Læk. Við kenndum hinum deildunum nýju lögin okkar sem við erum búin að vera að læra og hreyfðum okkur aðeins.
Við erum búin að vera að fara út að leika okkur flest alla dagana og höfum nýtt okkur dúkkukrókinn mjög vel!

Í næstu viku..

- Byrja foreldraviðtölin 

- Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrstu og verður þá leikskólinn lokaður
 Þetta vefsvæði byggir á Eplica