Sími 441 5200

Dagbók

6. apríl 2018

Vikan 3-6.apríl

Heil og sæl frábæru foreldrar!

Vikan eftir páskafríið hefur gengið ljómandi vel. Að sjálfögðu fórum við beint í okkar eðlilega starf.
Á miðvikudaginn var leikvangur hjá Eyþóri og fengu börnin að sprikkla um þar. Einnig var ávaxtadagur og skárum við niður ávextina sem börnin komu með og borðuðum saman í kaffitímanum.
Á fimmtudaginn fóru einnig allir hóparnir inn í smiðjuna til hennar Rebecu að mála á pappadiska sem þau ætla síðan í næstu viku að búa til marglitu úr.
Í dag er blár dagur til stuðnings fólks með einhverfu. Gaman hvað allir eru bláir í dag!
Síðan var auðvitað gaman saman með Laut og Læk fyrir hádegismatinn.

Það er búið að vera yndislegt veður og höfum við verið að fara út að leika okkur alla daga vikunnar!

Í næstu viku er litavika hjá okkur á Fífusölum sem virkar svona…
Mánudaginn: Allir mæta í einhverju gulu
Þriðjudaginn: Allir mæta í einhverju rauðu
Miðvikudaginn: Allir mæta í einhverju grænu
Fimmtudaginn: Allir mæta í einhverju bláu
Föstudaginn: Allir mæta litríkir og fínir! Regnbogaball!

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica