Sími 441 5200

Dagbók

28. mars 2018

Vikan 26-28.mars

Heil og sæl frábæru foreldrar!

Nú er stutt vika liðin og allir komnir í páskafýling!
Á mánudaginn var páskaföndur. Við kláruðum að mála litlu páskaungana sem þau voru búin að vera að leira inn í smiðjunni hjá Rebecu. Við bjuggum síðan til lítið hreiður fyrir þá. Við máluðum hreiðrið brúnt og gerðum það svolítið kósý!
Á þriðjudaginn var opið flæði út um allan leikskólann. Börnin máttu fara hvert sem þau vildu að leika sér. Þeim fannst þetta mjög skemmtilegt og allt gekk ótrúlega vel. Við enduðum síðan daginn okkar á útiveru í rigningunni.
Í dag var gulleggjaleit í garðinum fyrir hádegi. Mikill spenningur og gaman að hlaupa um garðurinn og finna öll eggin.
Við ákváðum að skella í eitt Gaman saman með Laut og Læk þar sem það er nú hálf föstudagur í okkur öllum J

Takk fyrir vikuna og hafið það ótrúlega gott í páskafríinu. Sjáumst síðan hress og kát og páskaeggjasprungin á þriðjudaginn eftir páska, þann 3.apríl!

Takk fyrir vikuna, gleðilega páska J
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica