Sími 441 5200

Dagbók

23. mars 2018

Vikan 19-23.mars 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur verið mjög góð og skemmtileg hjá okkur.
Í þessari viku erum við búin að hafa dúkkukrókinn svo við höfum verið að nýta okkur hann mjög mikið, enda finnst börnunum svo skemmtilegt að fá að leika sér þar.
Á miðvikudag var alþjóðadagur downs heilkennisins og fögnuðum við að sjálfsögðu fjölbreytileikanum með því að mæta í sitthvorum sokknum. Börnunum fannst það mjög fyndið!
Því miður fór bara einn hópur í leiksalinn í þessari viku þar sem að við lentum í smá starfsmannaveseni en að sjálfsögðu var fjör og gaman inn á deild! Dúkkukrókur, litað, lesið bækur, bílar og fleira.
Á fimmtudaginn var skapandi starf hjá Rebecu, þar fengu börnin að búa til páskaunga úr leir. J
Í dag byrjuðum við daginn á því að fara út að leika okkur í góða verðið. Gaman saman verður núna fyrir kaffitíman þar sem við ætlum að kenna bæði Laut og Læk öll þessi “nýju“ lög sem við höfum verið að syngja saman inn á deild.
Það er verið að fara gera við garðinn svo því miður getum við ekki farið út að leika okkur eftir kaffitíman, en það verður fjör og gaman hjá okkur inni, eins og alltaf!

Á miðvikudaginn í næstu viku byrjar páskafríið! Eru ekki allir búnir að birgja sig upp af páskaeggjum??

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica