Sími 441 5200

Dagbók

16. mars 2018

Vikan 12-16.mars 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið ljómandi vel. Við erum búin að fara út að leika okkur alla daga þessa vikuna og það verið ótrúlega skemmtilegt. Börnin elska að fara út að leika sér, enda svo frískandi J

Á mánudaginn vorum við með afmælisbarn. Hún Maria okkar var 3ára og héldum við upp á afmælisveislu. Hún bauð okkur upp á popp, saltstangir og ávexti.

Á miðvikudaginn fórum við sjálfar með börnin inn í leiksalinn og fengu þau að hlaupa um og hoppa í frjálsum leik. Voðalegt stuð!

Því miður féll skapandi starf hjá Rebecu niður en í staðinn fengu börnin að fara inn í smiðjuna með Carmen seinnipart dags að föndra páskaegg.

Í dag kláruðum við að skreyta páskaegginn okkar, þið sjáið þau upp í glugga þegar þið komið að sækja börnin ykkar í lok dags. Voðalega krúttleg!
Gaman saman var að sjálfsögðu í hádeginu með Laut og Læk. Síðan ætlum við að sjá til seinnipartinn hvort við förum út að leika okkur eða hafa það kósý inni.

Takk fyrir vikuna elsku foreldar og eigið góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica