Sími 441 5200

Dagbók

9. mars 2018

Vikan 5-9.mars 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Nú hafa öll litlu yndin okkar komið til baka og höfum við loksins verið með fulla deild! Allir í fullu fjöri.
Við höfum verið að fara út að leika okkar flesta seinniparta, búið að vera mjög blítt veður og sólin farin að láta sjá sig.
Við erum búin að vera að æfa okkur að syngja ný lög, ótrúlegt hvað þau eru fljót að ná þeim. Endilega fáið þau til að kenna ykkur lögin heima, það er svo gefandi að syngja saman J hér að neðan eru lögin…
- A og B, spott og spé
- Göngum, göngum
- Kírí kírí
- Einn var að smíða ausutetur
- Ég er mús
- Broslagið

Annars var leikvangur hjá Eyþóri á miðvikudaginn og einnig ávaxtadagurinn. Börnin komu með fullt af ávöxtum sem voru síðan skornir niður og boðið upp á í kaffitímanum.
Skapandi starf hjá Rebecu var á fimmtudaginn, þar byrjuðu þau tíman á smá yoga og síðan fengu þau að gata myndir.
Að sjálfsögðu var gaman saman með Laut og Læk í dag, og sungum við nokkur skemmtileg lög og dönsuðum saman.


Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica