Sími 441 5200

Dagbók

2. mars 2018

Vikan 26.feb-2.marsHeil og sæl frábæru foreldrar

Það er búið að vera verulega fámennt hjá okkur hjá okkur á Lindinni þessa vikuna, mikið um veikindi..
En auðvitað erum við búin að hafa það ótrúlega skemmtilegt eins og alltaf!

Við erum búin að fara út að leika okkur flest alla dagana, enda búið að vera alveg yndislegt veður. Börnin hafa aðeins fengið að fara í stóra garðinn vegna mikillar hálku í austur garðinum.

Á miðvikudaginn fóru börnin í leiksalinn til Eyþórs og á fimmtudaginn var skapandi starf hjá Rebecu. Þar fengu þau að kríta og leika sér með brauðrasp.

Við vorum með dúkkukrókinn þessa vikuna, síðan höfum við einnig verið að lita sameiginlega mynd á gólfinu, dansað mikið, lesið bækur, púslað og margt margt fleira skemmtilegt!

Í dag kom Carmen okkar til baka! 
Í hádeginu var Gaman Saman með laut og læk og ætlum við síðan að enda vikuna okkar á útiveru.

Takk fyrir vikuna elsku foreldrar, vonandi fara börnin að koma öll aftur til baka!
Eigið yndislega helgi :)

Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica