Sími 441 5200

Dagbók

23. febrúar 2018

Vikan 19-23.febrúar 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið ljómandi vel hjá okkur! Við höfum mikið bara verið að dunda okkur inn á deild. Pinna, púsla, perla, kubba, dansa og margt fleira skemmtilegt. Börnin eru í stanslausum ýmundunarleik svo það er alltaf gaman hjá þeim saman.
Á þriðjudaginn enduðum við daginn á útiveru, þá var alveg yndislegt veður.
Á miðvikudaginn týndust börnin seint inn í hús vegna veðurs svo hóparnir inn í leiksalinn voru ekki alveg eins og þeir áttu sér að vera, en þau fóru auðvitað öll sem voru mætt. Þar var Eyþór tilbúin með skemmtilega þraut fyrir þau.
Á fimmtudaginn fóru allir hóparnir til hennar Rebecu í skapandi starf.
Í dag var síðan gaman saman í hádeginu með laut og læk. J

Við viljum minna á skipulagsdaginn þann 13.mars. Alltaf gott að hafa góðan fyrirvara, leikskólinn verður þá lokaður!

Takk fyrir daginn og eigið yndislega helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica