Sími 441 5200

Dagbók

16. febrúar 2018

Vikan 12-16.febrúar

Heil og sæl frábæru foreldrar!

Hreint út sagt ótrúlega skemmtileg vika á enda!
Á mánudaginn var bolludagurinn. Börnin fengu fiskibollur í matinn og síðan að sjálfsögðu rjómabollur með sultu og súkkulaði í kaffitímanum.
Á þriðjudaginn var sprengidagurinn og þá fengu börnin saltkjöt og baunir í matinn. Þau voru reyndar flest ekkert sérstaklega hrifin af því haha.. en við byrjuðum þennan dag á smá föndri, við föndruðum konudagsboðskortin.
Á miðvikudaginn var lang skemmtilegasti dagurinn, öskudagurinn! Þau voru svo kát með daginn. Við héldum dansiball, síðan var róað liðið niður með smá bíó. Við horfðum á Minions og krakkarnir fengu allir smá snakk í poka og svo var pítsupartý í hádeginu! Eftir hvíldina var síðan boðið upp á andlitsmálun. Við kennararnir krúttuðum alveg yfir okkur, þau voru öll svo sæt í náttfötunum sínum.
Á fimmtudaginn fóru allir hóparnir í skapandi starf til Rebecu og síðan enduðum við daginn á útiveru.
Í dag var konudagsmorgunkaffi hjá okkur á Fífusölum. Takk innilega fyrir komuna, alltaf gaman að fá að eiga tíma með ykkur J
Gaman saman var í hádeginu með laut og læk og síðan fengu börnin sér Mexikanska kjúklingasúpu fyrir lúrinn.
Að öllum líkindum endum við þennan dag á útiveru!

Takk kærlega fyrir vikuna og eigið góða helgi J
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica