Sími 441 5200

Dagbók

9. febrúar 2018

Vikan 5-9.febrúar 2018

 

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið ótrúlega vel og allir glaðir í kotinu.
Við erum búin að vera með dúkkukrókinn þessa vikuna svo við höfum verið að nýta okkur hann mjög vel, þeim finnst alltaf jafn gaman að leika sér þar. Þau fara alla leið inn í ýmundunarleikinn. Það er svo gaman að fylgjast með þeim hvað þau læra mikið af bæði ykkur og okkur.. heyra þau segja t.d. elskan mín eða ástin mín bræðir mann alveg! Síðan þegar þau gefa dúkkunum að borða en dúkkan "vill ekki" borða þá nota þau sömu hvatningarorð og við kennaranir notum á þau haha.. Þau eru svo dugleg að leika sér þessar elskur.

Við byrjuðum að föndra bolluvendina fyrir bolludaginn sem er á mánudaginnn 12.febrúar. Þá fá þau að bolla hvort annað og síðan fá þau að taka vendina með sér heim.

Á þriðjudaginn var dagur leikskólans. Þá var opið flæði um allan leikskólann. Hver deild hafði eitthvað ákveðið eins og t.d. við buðum upp á Numicon stærðfræðispilið og síðan trélest. Börnin voru svo ótrúlega dugleg og sjálfstæð að fara hvert sem þau vildu. Mjög skemmtilegur dagur :)

Á miðvikudaginn tók Eyþór alla hópana með sér í leiksalinn, mikil skemmtun! Síðan á fimmtudaginn tók Rebeca alla hópana með sér í smiðjuna. Þar fengu þau út prentaða mynd sem þau áttu að gata eftir útlínunum, eða allavegna reyna það haha.. æfingin skapar meistarann, það er alltaf svoleiðis!

Við erum búin að vera fara út að leika okkur flest alla dagana í vikunni í snjónum, voða fjör!

Í dag kom hann Maximús til okkar í heimsókn í boði foreldrafélagsins, þar söng hann og dansaði fallega fyrir okkur. Síðan í lok sýningar fengu öll börnin bókamerki að gjöf.
Í hádeginu var síðan að sjálfsögðu gaman saman með Laut  og Læk.

Fréttir..

Eins og staðan er búin að vera í húsinu þá hefur þurft að gera starfsmannabreytingar. Bæði að fá nýja starfsmenn inn og breyta til innan deilda. 
Því miður þarf hún Aneta okkar að færa sig yfir á Lautina og hjálpa til þar. Við Lísa og Carmen erum eftir að sakna hennar ótrúlega mikið, enda búið að ganga svo ótrúlega vel hjá okkur þrjár saman þó við segjum sjálfar frá. Aneta er í miklu uppáhaldi hjá börnunum, en vonandi taka þau þessum breytingum ekki illa.
En gleðifréttirnar eru að við fáum auðvitað annan starfsmann í staðinn, hana Selmu Líf. Hún hefur áður starfað á leikskóla svo hún veit hvernig leikskólastarfið virkar. Við erum mjög ánægðar að fá hana til okkar og er hún að sjálfsögðu velkomin!

Næsta vika, mjög skemmtileg vika framundan...


Mánudagur - BOLLUDAGUR, þá fáum við fiskibollur í matinn og rjómabollur í kaffitímanum
þriðjudagur - SPRENGIDAGUR, saltkjöt og baunir í matinn
Miðvikudagur - ÖSKUDAGUR, þá er náttfatadagur hjá okkur, öll börnin mæta í náttfötum. Við höldum dansiball og fleira skemmtilegt.Fleira var það ekki..

Takk fyrir vikuna kæru foreldrar
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica