Sími 441 5200

Dagbók

26. janúar 2018

Vikan 22-26.janúar 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Núna hafa allir lasarusarnir okkar komið til baka og er búið að vera mikið fjör.
Á mánudaginn fórum við í útiveru og síðan fór gulihópur út í smástund á fimmtudaginn. Því miður höfum við ekki getað farið mikið út vegna mikillar hálku í garðinum sem litlar fætur ráða ekki alltaf við. Vonandi verður meira um útiveruna í næstu viku!
Á miðvikudaginn fórum við með alla hópana í leiksalinn, þar fengu þau að hoppa, hlaupa út um allt, fara í kollhnús, príla, leika með bolta og margt margt fleira skemmtilegt.

Okkur langar svo að segja ykkur frá því hvað börnin ykkar eru orðin fær í því að púsla, þau geta setið heilu stundirnar saman og púslað, þeim finnst það rosalega skemmtilegt! Við erum ekkert að tala um pinnapúsl… nenenei. Bara alvöru púsl, þau eru alveg ótrúleg!

Annars erum við bara búin að vera að dunda okkur í hinu og þessu eins og t.d. að perla, leira o.fl.

Gaman saman með Laut og Læk var að sjálfsögðu í dag, við sungum nokkur lög saman og dönsuðum.

-Komnar eru niðurstöður úr sumarkönnuninni og mun leikskólinn loka á miðvikudeginum 11.júlí kl 13:00 og opna aftur á fimmtudeginum 9.ágúst kl 13:00, svo núna geta allir farið að plana sumarfríið sitt! Gaman gaman

-Við viljum benda á að muna að loka hliðinu þegar þið gangið inn eða út úr garðinum!! Það er búið að koma of oft fyrir bæði í þessari og í seinustu viku að það hefur verið gleymt sem við teljum alvarlegt.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica