Sími 441 5200

Dagbók

19. Janúar 2018

Vikan 15-19.janúar 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Mikil veikindi eru búin að vera í húsinu, Streprókokkar, RS vírus, Hlaupabóla og fleira svo fylgist þið vel með börnunum ykkar!

Í þessari viku erum við búin að vera með dúkkukrókinn svo við erum búin að vera nýta okkur hann vel.
Á þriðjudaginn komu lautabörnin til okkar í heimsókn og voru með okkur allan daginn. Börnunum fannst það mjög skemmtilegt.
Við höfum loksins aðeins fengið að fara út að leika okkur í snjónum. Börnin eru farin að spurja í öllum kaffitímum hvort við séum að fara út, greynilega alveg komin með nóg af allri þessari endalausu inniveru greyin haha..

Í dag er bónadagurinn og buðum við öllum pöbbum eða öfum í morgunkaffi sem gekk ljómandi vel, takk innilega fyrir komuna, þetta er alltaf jafn skemmtilegt.  Í matinn fengum við svo þorramat: slátur, hangikjöt, kartöflum, harðfisk og hákarl svo eitthvað sé nefnt. Börnin voru dugleg að smakka það sem var í boði og fannst flestum maturinn vera góður. J
Gaman saman með laut og læk var síðan í hádeginu og borðuðum við síðan Þorramat í hádegismatinn sem þeim fannst eðlilega misgóður!

Takk fyrir vikuna og eigið notalega helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica