Sími 441 5200

Dagbók

12. janúar 2018

Vikan 8-12.janúar

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið mjög vel hjá okkur. Garðurinn hefur því miður ekki getað boðið okkur upp á útiveru þar sem hann liggur í hálku og stórum pollum.
En börnin eru búin að hafa það voðalega gott. Þau eru farin að vera svo dugleg í samleik.
Púsl er búið að vera mjög vinsælt hjá okkur í þessari viku, perlur, dúkkur, boltar, bangsar svo eitthvað sé talið upp.
Rafmagnslausidagurinn er í dag og er búið að vera mikið stuð fyrir börnin en mætti segja höfuðverkjatöflu dagur fyrir okkur kennarana haha..
Gaman saman var síðan í morgun með Laut og Læk. Við sungum nokkur lög saman og dönsuðum aðeins.

Næsta föstudag, 19.janúar er bóndadagskaffi. Þá er öllum pöbbum boðið í morgunkaffi til okkar. Ef þeir komast ekki þá mega að sjálfsögðu afar eða frændur koma. Boðið verður upp á hafragraut og slátur. J

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica