Sími 441 5200

Dagbók

5. janúar 2018

Vikan 3-5.janúar 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar og gleðilegt nýtt ár!

Jæja.. þá er komið að fyrsta bloggi ársins!
Öll börnin voru skyljanlega í engri rútínu þegar þau mættu til okkar á miðvikudaginn en þau er öll að koma til! Búið að vera mikil þreyta og spenningur í loftinu.
Vonandi áttuð þið yndisleg jól og áramót, við nutum þess allavegana mjög vel! Annars er auðvitað alltaf gott að koma til baka í sína réttu rútinu og hitta alla krúttmolana okkar aftur.
Á miðvikudaginn áttum við rólegan dag saman fyrri partinn. Við skiptum okkur aðeins niður og sumir fengu að leika sér í holukubbunum og aðrir inni á deild. Eftir kaffið fórum við síðan út að leika okkur.
Á fimmtudaginn voru allir í góðum leik inn á deild með bangsana og boltana, síðan voru aðrir sem vildu aðeins rólegri leik og voru að púsla og plús-kubba.
Í dag héldum við upp á þrettándann. Við kveiktum eld, sungum nokkur jólalög og kvöddum jólin.
Síðan áttum við góðan seinnipart saman innanhús.

Sjáumst hress og kát á mánudaginn. Svo er avaxtadagur/grænmetisdagur á miðvikudaginn.

Takk fyrir vikuna og eigið dásamlega helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica