Sími 441 5200

Dagbók

22. desember 2017

 

Vikan 18-22.desember

 

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið vel en því miður höfum við ekkert komist út að leika okkur, annað hvort vegna veðurs eða þá að garðurinn sé of háll fyrir börnin.
Það er mikill jólaspenningur í börnunum, það fer ekki á milli mála haha..
En á mánudaginn var gaman saman vegna þess að það féll niður á föstudeginum áður.. En þá kveiktum við á þriðja kertinu sem heitir Hirðarkerti og sungum nokkur jólalög.
Við höfum mikið verið að nýta okkur dúkkukrókinn þessa vikuna. Einnig höfum við verið að vinna mikið með fínhreyfingar barnanna eins og t.d. með því að perla, plúskubba, þræða og fleira.
Á fimmtudaginn var smáveigis föndur, börnin fengu að tússlita kórónur. Mjög gaman hjá þeim, öll með sína kórónu á höfðinu.
Hún Birgitta Haukdal komst því miður ekki til okkar að lesa sögu úr bókinni sinni, vonandi kemur hún til okkar seinna. J
Í dag var aftur haldið upp á gaman saman og kveiktum við þá á seinasta kertinu í aðventukransinum okkar sem heitir Englakerti. Gaman var að sjá hvað margir mættu jólalega skrautleg í dag.

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt!
Við á Lind viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar J

-Minnum síðan enn og aftur á að þann 2.janúar er skipulagsdagur hjá okkur og verður því leikskólinn lokaður.

Jólakveðjur
Starfsfólkið á Lind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica