Sími 441 5200

Dagbók

15. desember 2017

Vikan 11-15.desember

Heil og sæl frábæru foreldrar

Það styttist óðum í jólin og erum við búin að eiga alveg yndislega jólaviku saman!
Á mánudaginn komu þau Sr. Guðmundur Karl og Sr. Dís í heimsókn til okkar í leikskólann og sungu með okkur nokkur jólalög og spilaði hann Gummi Kalli á gítar, það fannst börnunum mjög spennandi. Síðan sagði hann okkur sögu um Jesú barnið.
Við enduðum síðan daginn á útiveru.

Á þriðjudaginn var leiksýning um hana Skjóðu, systir jólasveinanna. Ótrúlega hress og skemmtileg tröllastelpa sem náði vel til barnanna og okkur kennarana. Í lok sýningarinnar fengu börnin knús áður en hún hélt heim á leið.
Við enduðum síðan daginn á leiksalnum.

Á miðvikudaginn komu krakkar úr Salaskóla og sungu falleg jólalög fyrir okkur, því miður náðu ekki öll börnin að sjá kórinn þar sem þau voru enþá í draumalandi (hvíld). J
Síðan skeyttu þau jólatréð með jólaskrautinu sem þau voru búin að föndra.
Við enduðum síðan daginn á útiveru.

Á fimmtudaginn var frekar rólegur og kósý dagur hjá okkur á Lind, enda búið að vera nóg um að vera dagana áður!

Í dag er stóri jóladagurinn okkar á Fífusölum! Öll börnin svo fín og sæt í sparifötunum.
Við sungum og dönsuðum í kringum jólatréð. Hún Solla mamma hennar Sunnu Bjarkar var svo yndæl að koma og taka ljósmyndir af ballinu. Endalausar þakkir fyrir það, stendur sig alltaf jafn vel öll þessi ár!
Síðan var búið að leggja svona ótrúlega fínt á borð og boðið var upp á jólamat og ís í eftirrétt.
Gaman saman féll niður í dag þar sem við vorum búin að syngja svo mikið saman á ballinu en í staðinn ætlum við að hafa það í hádeginu á mánudaginn.

- Við viljum minna á að þann 2.janúar er skipulagsdagur hjá okkur og verður þá leikskólinn lokaður.

Takk fyrir dásamlega viku og eigið góða helgi.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica