Sími 441 5200

Dagbók

8. desember 2017

Vikan 4-8.desember

Hó hó hó frábæru foreldrar!

Vikan hefur verið ísköld en notaleg.. Á mánudaginn fengu börnin smá útiveru í lok dags en síðan höfum við verið að halda okkur innandyra. Bæði vegna kulda og manneklu í húsinu.
Á mánudaginn var seinasti dagurinn okkar inn í leiksalnum allra til mikillar hamingju þrátt fyrir kosýlegheitin sem við settum þar upp. Við vorum mjög glaðar að fá okkar deild aftur á þriðjudeginum. Börnin una sér mikið betur inni á sinni deild þar sem þau eru vön að vera.
Á þriðjudaginn var starfsmanna ástand í húsinu og viljum við þakka ykkur foreldrum kærlega fyrir þau sem náði að sækja börnin sín fyrr. Að sjálfsögðu er skilningur á því að ekki geta allir stokkið til og sótt börnin..enda bara ef þið hafið tök á . J
Við erum annars búin að hafa það voðalega notalegt, hlustað á jólatónlist, perlað, púslað, kubbað og allskonar dúllerí!
Í dag var gaman saman með Laut og Læk. Við kveiktum á öðru kertinu í aðventukransinum sem heitir Betlehemskerti og sungum síðan saman jólalög.

Takk fyrir vikuna og eigið dásamlega helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica