Sími 441 5200

Dagbók

1. desember 2017

Vikan 27.nov-1.des

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Er ekki komin tími á smá HÓ HÓ HÓ, þar sem það er kominn 1.desember?
Þrátt fyrir deildarlausa Lind þá höfum við það voðalega notalegt inn í leiksalnum, settum upp smá jólaseríu til að lífga þetta aðeins upp og auðvitað gert salinn eins notalegan og hægt er. Fyrsta daginn sem við gengum inn á “nýju“ deildina okkar voru þau fljót að byrja klæða sig úr sokkunum og ætluðu sko aldeilis að byrja að hlaupa um og príla í rimlunum. En það tók nú ekki langan tíma að átta sig á öllum þessum breytingum. J Börnin fá síðan hvíld inn á Laut og Hlíð.

En vikan sjálf…
Á mánudaginn fengu börnin að skera út piparkökur fyrir jólakaffið, það var að sjálfsögðu spiluð jólatónlist. Dásamleg stund.
Við erum búin að vera leika okkur mikið á svæðinu frammi, s.s. í holukubbunum og dúkkukróknum, síðan höfum við auðvitað farið út að leika okkur.
Foreldrakaffið gekk ótrúlega vel, takk kærlega fyrir komuna. J

Í dag var  Gaman Saman með Laut, Læk, Hæð, Hlíð og Höll. Við kveiktum á fyrsta kertinu á aðventukransinum okkar sem heitir Spádómskerti.

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna í eldhúsi verður aðkeyptur matur alla næstu viku.

Á þrið- eða miðvikudaginn í næstu viku verður vonandi deildin okkar orðin nógu fín og sæt fyrir okkur svo við getum flutt aftur á okkar heimaslóðir.
 


Takk fyrir vikuna og eigið dásamlega helgi.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind
HÓ HÓ HÓÞetta vefsvæði byggir á Eplica