Sími 441 5200

Dagbók

24. Nóvember 2017

Vikan 20-24.nóvember 2017

Heil og sæl frábæru foreldrar!

Nóg búið að vera um dúllerí þessa vikuna. Við erum búin að vera að föndra ýmislegt jóla, vatnsmála, lita sameiginlega mynd á golfinu, leira, perla og margt fleira skemmtilegt!
Eins og þið finnið kannski á lyktinni á ganginum þá fer það öruglega ekki framhjá neinum að það sé verið að mála.. Um miðja næstu viku verður Lindin máluð og munum við þá vera inn í Leikvangnum það daga og fáum svo að lúlla okkur annaðhvort inn á Lautinni eða Læknum.
Við þurftum því miður að fella niður Skapandi starf hjá Rebecu í gær vegna veikinda í húsinu..
Við erum flest alla dagana búin að fara út að leika okkur í kuldanum, aðeins að fá okkur ferskt loft. Veitir ekki af í svona mikilli lakklykt úff..
Í dag var auðvitað gaman saman með Laut og Læk og sungum við nokkur jólalög.

En í næstu viku þann 30.nóvember kl 14:30-16:30 er jólakaffi hjá okkur á Fífusölum. Við ætlum að bjóða ykkur foreldrum í piparkökur sem börnin ætla að baka fyrir ykkur og heitt súkkulaði.
Við viljum samt taka það fram að ekki þarf að vera mætt á slaginu 14:30, bara þegar þið komist. J

Takk fyrir vikuna og eigið dásamlega helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica