Sími 441 5200

Dagbók

17. Nóvember 2017

Vikan 13-17.nóvember

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið ljómandi vel!
Við erum búin að vera gera ýmislegt jóladúllerí þessa vikuna sem börnin eru búin að hafa rosalega gaman að. Þið fáið samt ekki að vita hvað þau voru að bardúsa, algjört leyndó..
En annars höfum við verið að fara flest alla dagana út að leika okkur eftir kaffitímann, börnin eru að elska þennan snjó og finnst þeim hann engu að síður mjög bragðgóður.
Við erum farin að perla meira en áður, leira og margt annað!
Í gær fór nú ekki framhjá neinum að leikskólinn var 16ára gamall, öll börnin svo fín og sæt í grímubúningum. Það var opið flæði um allan leikskólann svo að börnin máttu leika sér hvar sem er, mikið fjör! Síðan var pítsupartý í hádeginu, öll börnin borðuðu rosalega vel.
Eftir hvíld var smá sameiginleg afmælis samverustund með Laut og Læk, við sungum afmælissönginn saman ásamt fleiri skemmtilegum lögum.
Í dag voru allir í flottum leik inn á deild, allir vinir! Héldum síðan Gaman saman með Laut og Læk fyrir hádegismatinn. Eftir kaffitíman ætlum við svo að kíkja út. J

Takk fyrir vikuna og eigið dásamlega helgi.

Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind


Þetta vefsvæði byggir á Eplica