Sími 441 5200

Dagbók

10. nóvember 2017

Vikan 6-10.nóvember 2017

Heil og sæl frábæru foreldrar!

Vikan hefur gengið ljómandi vel.
Á mánudaginn héldum við upp á afmælið hans Sigurðs Sindra og bauð hann okkur upp á popp. Enn og aftur innilega til hamingju með strákinn ykkar kæra fjölskylda. J
Á miðvikudaginn var eineltisdagurinn. Börn fædd 2013 og 2014 löbbuðu saman með krökkum úr 9-10.bekk úr Salaskóla upp á Hvammsvöll og sungu þar nokkur lög í tilefni dagsins.
Á fimmtudaginn var skapandi starf hjá henni Rebecu. Tíminn byrjaði á Yoga og síðan var haldið áfram með verkefnið frá því úr seinustu viku þar sem þau voru að lita og klippa laufblöð. Núna máluðu þau tré og límdu svo laufblöðin á það.
Í morgun var Gaman saman með  Læk, sem er sameiginleg samverustund. Enduðum síðan vikuna á góðri útiveru.

Á fimmtudaginn í næstu viku þann 16.nóvember, dagur Íslenskrar Tungu. Þá á leikskólinn 16 ára afmæli.
Við ætlum að sjálfsögðu að halda upp á afmælið. Börnin mega mæta í búningum og síðan verður boðið upp á pítsu í hádegismatinn og súkkulaðiköku í kaffitímanum.

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi.

Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica