Sími 441 5200

Dagbók

3. nóvember 2017

Vikan 30.okt-3.nóv 2017

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið príðilega vel hjá okkur.
Á mánudaginn vorum við inni að leika okkur fyrir hádegi. Við lékum okkur mest megnis með púsluspilin, bílana og kubbana. Hún Stefanía, fyrrum starfsmaður á Lind og er núverandi deildarstjóri á Hæð var hjá okkur þennan daginn, hún hafði mjög gaman að því.
Á miðvikudaginn var hún Þurý, sem er starfsmaður á Læk, hjá okkur þann daginn. Að sjálfsögðu hafði hún gaman að því líka! Alltaf gaman hjá okkur á Lindinni.
Allir hópar fóru leiksalinn. Þar er alltaf mikið fjör og læti. Við enduðum síðan daginn á útiveru.
Á fimmtudaginn fengum við engan afleysingarstarfsmann þar sem að hún Lísa kom þá aftur til baka úr veikindum. J Allir hópar fóru í skapandi starf til hennar Rebecu þar sem að tíminn byrjaði á smá Yoga og síðan fengu börnin að lita laufblöð sem þau klipptu síðan út. Í næsta tíma ætla þau síðan að búa til sameiginlegt tré.
Í dag vorum við í frjálsum leik inn á deild og nýttum okkur svæðið á ganginum fyrir hádegi svó förum við í Gaman Saman sem er samverustund með Laut og Læk. Fórum síðan út að leika okkur eftir hádegi.

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind



Þetta vefsvæði byggir á Eplica