Sími 441 5200

Dagbók

27. október 2017

Vikan 23-27.oktober

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan okkar byrjaði nú þannig að deildin okkar var lokuð. Okkur kennurunum var þá auðvitað skipt niður á aðrar deildir.
Við erum byrjuð að vinna með ,,Orð vikunnar“ inn á deild. Í seinustu viku var það orðið ,,Deila“ en í þessari viku eru þau að kynnast orðinu ,,Fyrirgefðu“. Í samverustundum þegar við sitjum öll saman í hring spyrjum við börnin spurninga eins og t.d. hvað þýðir fyrirgefðu? Af hverju segjum við fyrirgefðu? Hvenær á að segja fyrirgefðu? Og svo framvegis..
Á þriðjudaginn vorum við mest allan daginn úti að leika okkur. Fengum alveg yndislegt veður!
Á miðvikudaginn vorum við með leiksalinn og fóru allir hópar þangað að hoppa og skoppa. Eftir leiksalinn þá voru þau öll komin á tásurnar svo við nýttum okkur tækifærið, settumst sama á gólfið og æfðum okkur aðeins í því að klæða okkur alveg sjálf í sokkana. Sum börnin eru með þetta alveg á hreinu en önnur ekki, um að gera að leyfa þeim að æfa sig að klæða sig sjálf í fötin heima. Þeim finnst líka svo ótrúlega skemmtilegt að sjá að þau geta þetta alveg sjálf! Hvað þá að fá hrósið. J Auðvitað fá þau samt líka hrós við að reyna.. Við leggjum mikla áherslu á að hrósa börnunum, það hvetur þau áfram og eykur þeirra sjálfstraust.
Á fimmtudaginn var skapandi starf hjá henni Rebecu. Eins og alla aðra tíma þá byrjuðu börnin á því að fara í Yoga. Síðan gerðu þau saman hópmynd. Þau stimpluðu með laufblöðum og nudduðu síðan myndina með bómul.
Í dag var Alþjóðlegi bangsadagurinn hjá okkur og fengu börnin að taka með sér einn bangsa í leikskólann. Allar bangsa tóku þátt í starfi með okkur í dag. Krakkanir voru ótrúlega dugleg að deila þeim sín á milli.

Eigið yndislega helgi! Takk fyrir vikuna J
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica