Sími 441 5200

Dagbók

20. október 2017

Vikan 16-20.oktober

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Veðrið þessa vikuna hefur ekki boðið okkur upp á eins mikla útiveru og við hefðum viljað en þrátt fyrir það þá skemmir það ekkert fyrir hvað það er alltaf svakalega gaman hjá okkur á Lindinni.
Við erum búin að vera með dúkkukrókinn þessa vikuna svo við höfum aðeins verið að nýta okkur hann. Börnin ykkar eru svo dugleg að finna sér eitthvað að gera og koma sér í leik alveg sjálf svo oft er erfitt að trufla flottan leik og bjóða þeim dúkkukrókinn þó hann sé alltaf mjög spennandi.
Á þriðjudaginn fórum við að föndra. Við vatnsmáluðum á blað, stráðum síðan marglituðum pappa á bókaplast sem við límdum svo yfir myndina. Kom virkilega skemmtilega út. Listaverkin hanga fyrir framan deildina okkar.
Á miðvikudagin fórum við í leiksalinn. Þar gerðum við allskonar æfingar saman eins og t.d. kollhnís, kongulær, ísbirni, hoppuðum sundur saman og margt fleira skemmtilegt.
Á fimmtudaginn fóru börnin til Rebecu í Yoga og síðan að klára að búa til bátana sína. Þau fengu að mála og rífa. Þessir ótrúlega sætu bátar sitja upp í stóra glugganum okkar inn á deild.

Laugardaginn 27.október er alþjóðlegi bangsadagurinn og mega börnin koma með einn bangsa með sér í leikskólann á föstudaginn 26. október.


Eins og þið kannski vitið öll en þá er lokuð deild hjá okkur á mánudaginn. J

Takk fyrir vikuna og eigð yndislega helgi.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica