Sími 441 5200

Dagbók

12. október 2017

Vikan 9-12.oktober

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Við viljum byrja á því að segja ykkur á mjög elskulegan hátt. Stundum þarf manni bara að vera bent á hlutina svo maður taki eftir, könnumst öruglega öll við það! Þið megið gjarnan fara að líta við í aukafatabox barnana ykkar, við erum mjög oft að rekast á of lítil föt eða þá að það vanti föt. Gott væri að hafa tvennt af öllu og svo þegar barnið kemur heim í þeim fötum væri gott að endurnýja jafn óðum svo ekki komi fyrir að það vanti föt.
Vettlingamál. Þar sem við erum með 15 barna deild þá væri ótrúlega gott ef þið gætuð komið með vettlinga á börnin, þá meinum við ekki fingravettlinga. Það tekur bæði lengri tíma fyrir okkur að klæða börnin út og svo eru þau gjörn á því að klæða sig sjálf úr þeim í útiverunni, þá þurfum við að fara púsla fingrunum á þau aftur. Þið skiljið hvað við eigum við? J
Skómál. Við erum að taka eftir því að sumir skór barnanna ykkar eru komin með gat eða of lítil, endilega skoðið skóbúnaðinn.
Fatahólfin. Nóg er fyrir börnin að hafa eina húfu og svo aðra betri húfu, t.d. lambhúsetta. Tvenna vettlinga, kraga? ef þið viljið hafa börnin ykkar í svoleiðis, flíspeysu, flísbuxur, pollagalla, snjógalla og úlpu. Stígvél og kuldaskó.

En nóg um það! Vikan var frábær hjá okkur.
Á mánudaginn hélt hann Örvar Atli upp á 2ára afmælið sitt og bauð hann okkur upp á popp. Innilega til hamingju elsku Örvar okkar og fjölskylda J
Á þriðjudaginn byrjuðum við daginn á því að hafa það notalegt saman inni í leik og enduðum svo daginn á útiveru.
Á miðvikudaginn fórum við með hópana í leiksalinn. Þar var mikið fjör og gaman. Það fara allir alltaf í gott skap eftir mikla útrás í salnum.
Í dag fóru allir hóparnir í smiðju til hennar Rebecu og héldu þau áfram að búa til skipin sín. Við ætlum síðan að enda þessa viku á útiveru J

Á morgun verður Lindin lokuð. Eigið notalega og góða langa helgi saman.
Takk fyrir vikuna
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind.Þetta vefsvæði byggir á Eplica