Sími 441 5200

Dagbók

5. Október 2017

 Vikan 2-5.október

Heil og sæl frábæru foreldrar

Við viljum byrja á því að þakka ykkur fyrir góðar viðtökur á bréfinu sem sem hún Erla Stefanía sendi til ykkur á þriðjudaginn og því ástandi sem liggur fyrir næstu daga.. Við vitum ekki í hve langan tíma þetta stendur yfir en vonandi fer þetta nú að lagast! Okkur þykir þetta ótrúlega leitt.

En Vikan hefur verið stutt en skemmtileg hjá okkur á Lind.
Á mánudaginn byrjuðum við daginn úti og svo eftir hádegi hélt hún Diljá Björt upp á 2ára afmælið sitt og bauð hún börnunum upp á popp, saltkringlur og saltstangir J Alltaf gaman þegar einhver á afmæli!
Á þriðjudaginn nýttum við okkur svæðið fyrir hádegi. Börnin fengu að leika sér í dúkkukrónum, sum voru alveg ótrúlega dugleg að púsla og svo var leikið sér með bíla, bolta og dansað við Latibæ. Enduðum síðan daginn á útiveru.
Í dag var skapandi starf hjá henni Rebecu þar sem börnin byrjuðu á smá yoga og fengu síðan að mála skip sem þau munu síðan halda áfram með í næsta tíma.
Við ætlum síðan að enda daginn okkar úti.

Elsku foreldrar, nú megið þið gjarnan fara að koma með kuldagalla, kuldaskór  og vetlinga á börnin ykkar. Ef þau eiga þá ekki til þá endilega fara að huga að því þar sem það fer sífellt kólnandi.

Á morgun er skipulagsdagur og þá er leikskólinn lokaður. Við kennararnir ætlum að sitja á fyrirlestrum og bæta okkur enþá meira í starfi, ekki veitir af í svona ástandi J

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica