Sími 441 5200

Dagbók

29. september 2017

Vikan 25-29.september

Heil og sæl frábæru foreldrar

Skemmtileg vika á enda! Börnin alltaf kát og glöð.
Á mánudaginn fengu börnin að föndra, ekki bara eitt listaverk heldur tvö! Þau fengu að klessulita á blað og notuðu þau blekmálningu yfir. Síðan fengu þau að velja sér lit sem var málað í lófan á þeim og stimplað henni ofan á blað. Á þriðjudaginn héldu þau síðan áfram að búa til listaverk fyrir deildina, alltaf gaman að föndra. Þá fengu þau að bletta málningu á blað eða mála, eins og þau vildu gera það. Síðan var blaðinu brotið saman og út komu falleg fiðrildi. Öll þessi verk eftir litlu snillingana okkar hanga nú upp á vegg inn á Lind.
Á miðvikudaginn fórum við í leiksalinn. Þar vorum við búnar að undirbúa braut fyrir börnin sem þau fóru nokkrum sinnum í gengum. Æfðum okkur t.d. að gera kollhnís og að labba eins og kongulær.
Á fimmtudaginn var skapandi starf hjá henni Rebecu. Þar byrjuðu börnin á því að fara í Yoga og síðan var lagt niður stór blaðarenningur á borðið sem þau fengu að mála saman á, ekki með pensli, heldur með klaka! Mjög skemmtilegt.
Alla daga fyrir hádegi höfum við verið að nýta okkur svæðið og hafa börnin fengið að leika sér mikið í dúkkukróknum þessa vikuna. Síðan eftir kaffitímann höfum við verið að fara út að leika okkur.
Í dag er seinasti dagurinn hans Erics okkar. Hann var að flytja með fjölskyldunni sinni í Mosfellsbæinn og mun hann byrja í nýjum leikskóla þar. Við héldum að sjálfsögðu kveðjustund með honum í dag og bauð hann okkur upp á saltstangir og banana. Gangi honum ótrúlega vel í nýja leikskólanum, hans verður sárt saknað! Alltaf velkominn í heimsókn til okkar <3

Elsku foreldrar. Þar sem að á miðvikudögum fara börnin ykkar í leiksalinn og á fimmtudögum í skapandi starf. Þá væri rosalega gott ef þið væruð mætt til okkar ekki seinna en kl 9:00 svo þau ná að halda sínum hópi.

Við viljum minna á skipulagsdaginn 6.oktober næstkomandi föstudag. Þá verður leikskólinn lokaður.

Takk fyrir vikuna og eigið ynsilega helgi.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica