Sími 441 5200

Dagbók

22. september 2017

Vikan 18-22.september

Heil og sæl frábæru foreldrar

Við höfum aldeilis fengið rigningu á okkur þessa vikuna! En þrátt fyrir það höfum við átt ljómandi góða viku saman.
Á mánudaginn héldum við okkur inni en Guli hópur fór í  útiveru seinnipart dags.
Á þriðjudaginn fórum við út að leika okkur bæði fyrir og eftir hádegi.
Á miðvikudaginn þá fóru allir hóparnir í Leikvang. Við gerðum braut fyrir börnin sem þau áttu að fara í gegnum. Þolinmæðin er auðvitað ekki mikil þegar maður sér bolta, dýnur og púða út um allt, en þau fóru þó 2-3 hringi hver og fannst þeim það mjög gaman. Ótrúlegir orkuboltar þessi börn!
Á fimmtudaginn var síðan farið í fyrsta tímann til Rebecu í skapandi starf. Þar byrjuðu börnin á því að fara í smá Yoga og síðan fengu þau að moka og leika sér með brauðrasp sem átti að vera eins og sandur  á ströndinna og á meðan voru að hlústa tónlist  með sjávarhljóðum.

Þið foreldrar sem mættuð á aðalfund foreldrafélagsins, takk kærlega fyrir komuna
J

Það hefur því miður borið á því af og til undanfarið að hliðinu hefur ekki verið lokað þegar einhver gengur um það. Það er mjög mikilvægt að muna eftir að loka því þegar gengið er um það. Við viljum alls ekki að börnin sleppi út fyrir hliðið.


Takk kærlega fyrir vikuna og eigið góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica