Sími 441 5200

Dagbók

15. september 2017

Vikan 11-15.september

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Vikan hefur gengið vel. Það er að fara kólna aðeins í veðri hjá okkur og megið þið foreldrar gjarnan fara að huga að vetrarklæðnaði  fyrir börnin ykkar þar sem maður veit aldrei hvað Íslandið okkar hefur upp á að bjóða. Það er búið að vera mikið um hvef og hósta hjá okkur svo við viljum auðvitað klæða börnin eftir aðstæðum.
Við höfum nýtt okkur svæðið á ganginum fyrir hádegi þessa vikuna. Börnin hafa fengið að leika sér bæði í holukubbum og dúkkukrók. Alltaf fín tilbreyting að leika annarstaðar en inn á deild. Síðan höfum við verið að fara út að leika okkur eftir kaffitímann. J

Skipulagt starf er hafið hjá okkur. Á miðvikudögum fara börnin í leikvang og á fimmtudögum fara þau til Rebecu í skapandi starf.
Fyrsti tíminn í leiksalnum var núna á miðvikudaginn. Þar sem hún Kolla okkar sem hefur alltaf verið með leikvanginn og er í fæðingarorlofi, förum sjálf með hópanna og gerum eitthvað skemmtilegt. Setjum upp brautir, dönsum, synjum og tökum út alla orku sem við höfum. Alltaf fjör og gaman að fara í leikvanginn.
Því miður féll niður skapandi starf hjá henni Rebecu þessa vikuna. Þeir tímar eru orðnir aðeins öðruvísi en áður hefur verið. Núna fara börnin í Yoga og slökun. Nota mismunandi efnivið og tekur hvert verkefni fyrir sig fleiri en einn tíma. Spennandi að sjá hvernig þessi breyting mun taka við sér.

Hún Írena Sólveig okkar varð 2ára á þriðjudaginn og héldum við upp á afmælisveilsu fyrir hana. Bauð hún okkur upp á popp og saltstangir. Enn og aftur óskum við henni hjartanlega til hamingju með afmælið J

Við minnum á aðlögunarviðtöl fimmtudaginn 21.september
9:00 Sunna Björk
9:30 Örvar Atli
10:00 Óskar Sigurgeir

Aðalfundur foreldrafélagsins er á þriðjudaginn 9.september kl 20:00. Við hvetjum ykkur foreldra til þess að mæta.

6.oktober er skipulagsdagur hjá okkur og verður þá leikskólinn lokaður.

Takk fyrir vikuna og eigið dásamlega helgi.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind


Þetta vefsvæði byggir á Eplica