Sími 441 5200

Dagbók

8. september 2017

Vikan 4-8.september

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Vikan hefur gengið ljómandi vel. Við höfum mikið verið að dilla okkur við Latibæ og Ávaxtakörfuna. Sigrún okkar var svo elskuleg að gefa okkur skemmtilega hátalara sem sprauta upp vatni og skipta um liti, áður en hún hélt leiðir sínar til Ítalíu. Krökkunum finnst þeir ótrúlega spennandi!
Ávaxtadagurinn var á miðvikudaginn og mun hann alltaf vera fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Þá mega börnin gjarnan koma með einn ávöxt að heiman, munum við svo borða alla ávextina saman í kaffitímanum. J
Einnig höfum við verið að leika okkur í dúkkukróknum. Alltaf stórkostleg skemmtun að vera þar.
Að sjálfsögðu höfum við verið mikið úti að leika okkur. Mokað allskonar kökur í sandinum og fleira.

Takk æðislega fyrir vikuna og eigið góða helgi.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica