Sími 441 5200

Dagbók

1. september 2017

Vikan 28.ágúst-1.september

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Vikan hefur gengið vel. Að sjálfsögðu höfum við verið að fara út að leika okkur á hverjum degi.
Við höfum einnig verið að nýta okkur svæðið á ganginum og leikið okkur í holukubbunum. Þeim finnst svo spennandi þegar búið er til rennibraut eða t.d. skip. Hægt er að búa til allskonar leiki úr kubbum!
Á þriðjudaginn átti hann Jón Þór okkar afmæli og héldum við upp á smá afmælisveislu. Hann bauð okkur upp á popp og saltstangir! Alltaf gaman að eiga afmæli í leikskólanum J

Í gær var seinasti dagurinn hennar Sigrúnar okkar. Hún er að fara flytja til Ítalíu sem aupair. Okkur finnst alveg ótrúlega leiðinlegt að missa hana frá okkur og verður hennar sárt saknað! Gangi henni rosalega vel á Ítalíu J
Rebeca sem er með smiðjuna mun vera hjá okkur í 30% stafi. Hún mun þá alltaf vera seinnipart dagsins svo hún tekur á móti ykkur foreldrum þegar þið sækið til kl: 16:30.
Einnig verður hún Júlía hjá okkur í 35% starfi en mun hún meira vera fyrripartin hjá okkur.
Engar áhyggjur.. Carmen, Lísa og Aneta eru ekki neitt á förum!

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica