Sími 441 5200

Dagbók

25. ágúst 2017

Vikan 22-25.ágúst

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Enþá erum við í aðlögun þó svo að foreldrarnir séu ekki með. Misjafnt er hvað tekur langan tíma fyrir þessi litlu kríli að aðlagast nýjum stað. En þetta er allt saman á réttri leið og er hver dagur betri! Þau börn sem eru búin að vera hjá okkur í lengri tíma sína örlitla afbrýðissemi sem er fullkomlega eðlilegt en aftur á móti eru þau svo dugleg að hjálpa okkur kennurunum að láta þeim nýju líða vel hjá okkur á Lind.
Á mánudaginn var skipulagsdagur hjá okkur og fórum við yfir allt skipulag deildarinnar og hvað hægt er að gera betur. Einnig fengum við fyrirlestur um geðrækt frá Heilsuleikskóla Kópavogs.

Við erum mikið búin að vera úti að leika okkur, enda búið að vera yndislegt veður!
Við sjáum mikinn mun á börnunum í útiverunni þar sem það er kominn svo mikill leikur í þau. Þau eru svo dugleg að búa til ýmundunarleik, baka kökur í sandkassanum, róla, renna, labba í gegnum “skóginn“, hjóla og margt margt margt fleira!

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica