Sími 441 5200

Dagbók

18. Ágúst 2017

Vikan 14-18.ágúst

Heil og sæl frábæru foreldrar

Fyrsta blogg vikunnar eftir langt og gott sumarfrí. Allir svo sólbrúnir og sætir! Nú er önnur vikan okkar liðin á leikskólanum og erum við öll að detta inn í rétta rútínu.

Í þessari viku byrjarði aðlögun nýrra barna á þriðjudaginn sem hefur gengið rosalega vel. Við bjóðum þeim Sigurði Sindra, Jón Þóri, Írenu Sólveigu og Mariu hjartanlega velkomin til okkar á Lind.
Við erum búin að fá bæði stórkostlegt sumarveður og  rigningu þessa vikuna, ótrúlegt hvað veðrið getur breyst hratt! Einn daginn vorum við öll komin út á flíspeysunum en svo kom þessi rosalega rigning svo það var tekið allan hópinn inn og klætt þau í pollafötin, síðan vorum við öll komin út aftur og þá hættir að rigna.. Svona er þetta skemmtilegt haha..

Í dag er seinasti dagurinn hans Marínós Ragnars okkar. Hann er að fara flytja til Hafnar í Hornarfirði.
Við héldum upp á kveðjustund þar sem við sungum nokkur lög og börnin fengu að narta í saltstangir. Vinaleg samverustund saman J
Við óskum honum alls hins besta og gangi honum ótrúlega vel á nýja staðnum og leikskólanum sínum. Honum verður sárt saknað!

- Við viljum minna ykkur á að á mánudaginn 21.ágúst er skipulagsdagur hjá okkur á Fífusölum. Þá er leikskólinn lokaður J
- HNETULAUS LEILSKÓLI eins og þið eruð öll búin að heyra af. Alltaf betra að minna oftar á það heldur en sjaldnar J Hjálpumst öll að.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi

Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica