Sími 441 5200

Dagbók

30.Júni 2016

Vikan 26-30.júní

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Nú styttist óðum í sumarfrí, bara ein vika eftir! Eins og þið sjáið þá er orðið frekar tómlegt inn á deild hjá okkur þar sem við erum byrjaðar að þrífa áður en við lokum. Nokkur börn eru farin í sumarfrí svo deildin hefur verið frekar tómleg undanfarna daga en samt voðalega notarlegt hjá okkur.
En jæja.. þar sem við erum búin að vera gera skemmtilegt í vikunni.. Við erum búin að vera mikið úti að leika okkur ( róla, renna, mokka og hjólað). Götuleikhúsið kom í heimsókn til okkar á þriðjudaginn og sýndi okkur listir sínar, börnin höfðu mjög gaman að þeim.
Að dansa við Latibæ er búið að vera mjög vinsælt þessa vikuna, alltaf svaka stuð. Mikið hoppað, dansað og hlegið.
Í dag ætlum við svo að enda daginn á því að fara saman í leikvanginn og sprikla þar aðeins með fullt af dóti og tónlist í græjunum.

Föstudagurinn 7.júní er seinasti dagurinn okkar fyrir sumarfrí. Þá lokar leikskólinn kl 13:00 J
Annað! Það má nú alveg fara að koma smá sól og sumar til okkar...

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica