Sími 441 5200

Dagbók

23. júni 2017

19-23.júní 2017

Heil og sæl frábæru foreldrar

Hrikalega skemmtileg vika á enda!
Á mánudaginn var mikill spenningur fyrir deginum þar sem það var komið að sumarhátíðinni.
Við byrjuðum daginn á því að fara öll saman út að leika okkur og skreyttum garðinn í öllum regnbogans litum. Eftir að við vorum búin að hvíla okkur kom leikhópurinn Lotta í heimsókn og sýndu okkur leikrit. Síðan fundu börnin öll sína foreldra og fóru í þrautir. Boðið var síðan upp á boost, pulsur, safa og súkkulaðiköku. Æðislegt veður sem við fengum, vonandi gátuð þið notið þess og haft gaman saman!
Í þriðjudaginn hófst svo fyrstu dagurinn í aðlögun hjá nýju krúttmolunum okkar þeim Sunnu, Óskari og Örvari.
Við byrjuðum daginn á því að kynnast og leika með dótið okkar inn á deildinni og enduðum síðan daginn á útiveru.
Á miðvikudaginn hélt aðlögun áfram og fórum við út að leika okkur bæði fyrir og eftir hádegi.
Á fimmtudaginn var síðan komið að því að kveðja snemma og voru þau skilin eftir hjá okkur þangað til þau vöknuðu eftir hvíld. Þau stóðu sig eins og hetjur, eins og þau séu búin að vera hjá okkur í allan vetur!
Í dag var svo komið að “venjulegum“ degi þar sem það voru engir foreldrar með okkur í dag. Við byrjuðum daginn á því að fara út að leika okkur og höfðum svo notalega samverustund saman. Í hádeginu var síðan pulsuparty!

Í dag var einnig seinasti dagurinn hennar Hildar hjá okkur á Lind. Hún verður inn á Hlíðinni seinustu tvær vikurnar og fer síðan í Háskólann eftir sumarfríið að læra Sálfræði. Óskum henni góðs gengis!

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica