Sími 441 5200

Dagbók

16. júni 2017

Vikan 12-16.júní

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Nú er þessi aðlögunar vika liðin og eru núna eldri börnin okkar flutt yfir á aðra deild. Það tekur alltaf svo á að kveðja þau af deildinni þrátt fyrir það að við munum sjá þau á hverjum leikskóladegi.. Við munum sakna þeirra alveg ótrúlega mikið!
En það sem við gerðum skemmtilegt í vikunni..

Á mánudaginn fóru þau börn sem eru að byrja á Læknum í smá heimsókn inn á Lækinn, annars vorum við úti að leika okkur í yndislegu veðri allan daginn!

Á þriðjudaginn komu gestir til okkar vegna Nordplus verkefnissins (Viva la musica). Þau komu inn á deild til okkar og héldum við upp á tónlistartíma með nýju hljóðfærunum okkar sem við vorum búin að föndra sjálf. Sungum með þeim skemmtileg íslensk lög og dönsuðum saman.
Gaman er að segja frá því.. Þær töluðu rosalega mikið um það hvað börnin væru alltaf með bros á vör og svo glöð hjá okkur á Fífusölum, sögðu að þeim fyndist svo gaman að sjá hvað þau væru öll svo ánægð og liði vel hjá okkur. Svo fannst þeim umhverfið okkar og mótökunar sem þær fengu alveg til fyrirmyndar! Alltaf gaman að fá að heyra svona, vildum endilega deila þessu með ykkur og monta okkur smá J hehe.. En annars héldum við áfram aðlöguninni og fóru Hlíðarbörnin okkar sinn fyrsta dag í aðlögun.

Á miðvikudaginn var tónlistarsýning. Duostemma. Virkilega skemmtileg sýning þar sem þau leika leikrit með allskonar hljóðfærum og söng. Krakkarnir höfðu alveg ótrúlega gaman að sýningunni og við kennararnir líka.
Þennan dag borðuðu aðlögunarbörnin okkar hádegismatinn sinn á nýju deildunum sínum.

Fimmtudaginn vorum bara 9 börn hjá okkur á Lind, svo það voru bara kósýheit og mikil útivera. Aðlögunarbörnin voru á nýju deildunum alveg til kl 15. Borðuðu þar hádegismatinn sinn, kúrðu þar í hvíld og voru þar í kaffitímanum.
Eftir kl 15 hittumst við svo öll saman aftur inn á Lind og héldum upp á smá kveðjustund þar sem börnin fengu afhent kveðjuskjal og möppuna sína með öllum sínum listarverkum sem þau hafa gert hjá okkur á Lind. Síðan sátum við saman, spjölluðum og nörtuðum í saltstangir.

Í dag var svo komið að þessu! Börnin fluttu dótið sitt yfir á nýju deildarnar sínar og verða þar í allan dag. Þeim finnst þetta alveg ótrúlega spennandi og hlakkar þeim mikið til komandi tíma, en jimin eini hvað þetta tekur á okkur kennarana, úffffff..
Í hádeginu var síðan haldið upp á Gaman saman með Laut og Læk sem er alltaf svaka stuð.

Á þriðjudaginn í næstu viku koma svo nýju krílin til okkar. Þá verður fyrsti dagurinn í aðlögun hjá þeim og hlakkar okkur mikið til að fá þau til okkar. J

Mánudaginn 19.júní sem er í næstu viku ætlum við að halda upp á sumarhátíðina og einnig heilsudaginn sem átti að vera um daginn en var aflýst vegna veðurs.. Svo við ákváðum að sameina þetta sem er bara enn skemmtilegara!

Eigið góða helgi og ánægulegan Lýðveldisdag á morgun! Hæhó jibbí jei
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica