Sími 441 5200

Dagbók

09. júni 2017

Vikan 6-9.júní

Heil og sæl frábæru foreldrar

Sól og blíða LOKSIS, spurning um hvað það fær að stoppa lengi.. En vikan hefur verið ótrúlega skemmtileg hjá okkur eins og allar aðrar vikur!
Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð. Þessi duglegu börn löbbuðu stóran hring og voru ótrúlega dugleg allann tímann.
Núna er leikvangurinn og smiðjan komin í sumarfrí svo við förum ekkert meira þangað í bili. Að sjálfsögðu fórum við út að leika okkur í staðinn og erum búin að vera gera það alla vikuna, bæði fyrir og eftir hádegi. Mikil útivera og skemmtilegheit.
Í dag var eins og alla aðra föstudaga, gaman saman með Laut og Læk.

Í næstu viku byrjar aðlögun yfir á Hlíðina og á Lækinn.
Eins ótrúlega erfitt og það er alltaf að kveðja börnin þrátt fyrir að þau séu enþá í sama húsi og við, þá finnst börnunum þetta rosa spennandi og hlakkar þeim ótrúlega mikið til
J
Þau börn sem eru að fara yfir á Hlíðina eru Andri Hrafn, Huginn og Jökull.
Á Lækinn fara þau Amilía Rós, Eva Steinunn, Kalli og Ólafía Ella.

Við á Lind ætlum á fimmtudaginn að halda smá kveðjustund með börnunum og fá þau þá möppurnar sínar og kveðjuskjal.

Þann 13 júní koma 8 kennarar til okkar frá Litháen, Eistlandi, Lettlandi og Finnlandi. Þetta er hluti af Nord plus verkefni okkar „Viva la musica „ Þeir munu vera hjá okkur til föstudagsins 19 júni og taka þátt í starfi leikskólans ásamt því að við munum kynna fyrir þeim landið okkar og skólastarf í öðrum skólum. Á miðvikudaginn 14. Júni koma Duo Stemma | Töfraveröld tóna og hljóða í bóði foreldrafélagsins kl. 09.30

Þiðjudaginn 20.júní fáum við síðan þrjú sæt 2015 kríli og hlakkar okkur mikið til að fá þau til okkar. Þau heita Sunna Björk, Óskar Sigurgeir og Örvar Atli.

Nóg um að vera á næstunni!
Njótið helgarinnar elsku foreldrar og takk fyrir vikuna.

Læt fylgja skóladagtal skólaárið fyrir 2017-2018

Bestu kveðjur, Starfsfólkið á Lind.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica