Sími 441 5200

Dagbók

02. júni 2017

Vikan 29.maí-2.júní

Heil og sæl frábæru foreldrar!

Þá er þessi vika á enda! Á mánudaginn vorum bara með kósý inni dag. Við fórum t.d. að föndra hljóðfæri þar sem að vikuna 12-16.júní koma gestir til okkar sem tengjast Nordplus verkefninu. Þessi flottu listaverk hanga á veggnum okkar inn á deild. Viva la musica heitir þetta verkefni.
Á þriðjudaginn nýttum við okkur svæðið og lékum okkur saman í dúkkukróknum og svo fóru þeir sem vöknuðu snemma út að leika eftir hvíldina.
Á miðvikudaginn fórum við bæði út að leika okkur fyrir og eftir hádegi, enda geggjað veður sem kom þarna í einn dag! Þetta sumar ætlar aldrei að stoppa lengi hjá okkur..
Á fimmtudaginn fengum við þær fréttir að það væri að ganga LÚS á eldri ganginum svo við stelpurnar brettum upp ermarnar og fórum að flétta stelpurnar, ætlum sko ekki að fá lúsina inn til okkar, nei takk! Síðan var smiðja hjá henni Rebecu, þar fengu börnin að föndra fleiri fiðrildi sem verða svo til skreytingar á sumarhátíðinni. Enduðum svo þennan dag á útiveru.
Í dag byrjuðum við daginn á útiveru í rigningunni, börnin voru eins skítug og hægt er að lýsa því, var ekkert smá gaman hjá þeim! Fengum rosa sætar svartar hendur og munna inn.
Síðan var farið í gaman saman með Laut og Læk og fengið okkur hádegismat.
Í lok dags ætlum við að hafa partý í leiksalnum, þar er alltaf gaman að hoppa, dansa og hlaupa um.

Þriðjudagurinn í næstu viku er fyrstu þriðjudagurinn í mánuðinum og þá er ávaxtadagur! Börnin mega endilega koma með einn ávöxt að heiman og setja í ávaxtaskálina okkar.

Hún Erla Stefanía sendi út fréttabréf í vikunni, eru ekki allir búnir að lesa? J

Takk fyrir fyrir vikuna og eigið góða LANGA helgi, munið að það er frídagur á mánudaginn!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica