Sími 441 5200

Dagbók

26. maí 2017

Vikan 22-26.maí

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Róleg og yndisleg vika á enda.
Á þriðjudaginn var hjóladagur hjá okkur sem var ótrúlega skemmtilegur, fórum alveg 2x út þennan dag að hjóla. Börnin voru ánægð allan tímann þrátt fyrir smá mótvind, virtust ekkert hafa kippt sér upp við hann, það var svo gaman hjá þeim og voru þau einnig líka mjög dugleg að leyfa öðrum að prufa hjólin sín eða sparkbílana.
Á miðvikudaginn vorum við úti að leika okkur mest allann daginn, enda er búið að vera mjög hlýtt í lofti þrátt fyrir litla sól.
Í dag byrjuðum við daginn á því að fara út að leika okkur og fórum síðan inn í Gaman saman með Laut og Læk.

Það vill svo til að bæði hlaupabólan, hand- fót- og munnveikin og einhver smávegis flensa sé að ganga hjá okkur, svo það hefur ekki verið mikið um fulla deild hjá okkur seinustu tvær vikurnar.
Við vitum að þið bíðið öll spent eftir hlaupabólunni hehe.. en því fyrr því betra!
Hand- fót- og munnveikin (gin og klaufaveiki) er heldur ekki spennandi veiki og er einnig bráðsmitandi. Þetta myndast sem útbrot í kringum munn, hendur og fætur og getur líka dreift sér um fleiri staði.

Ef þið eigið gömul bökunarform, litla potta eða pottlok (stál), ausur, eða annað úr stáli sem þið eruð löngu hætt að nota og tekur bara pláss heima hjá ykkur, þá má gjarnan koma með það til okkar. Við ætlum að búa til hljóðgjafa og setja í garðinn okkar.

 

Kveðja

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica