Sími 441 5200

Dagbók

19. maí 2017

15-19.maí 2017

Heil og sæl frábæru foreldrar!

Sól sól skín á skín á mig.. Börnunum finnst ekki leiðinlegt að sólin sé aftur farin að láta sjá til sín og finnst þeim líka svakalegt sport að fá að vera léttklæddari í útiverunni. Enþá eru nokkur börn með heldur þykkar húfur.. Við viljum við byðja ykkur elsku foreldrar að koma með léttari húfur eða jafnvel buff á börnin ykkar. J Flísbuxur væri líka frábærar í hólfin!
En þar sem við erum nú að tala um það að sólin sé farin að láta sjá til sín aftur viljum við minna á sólarvarnir. Þið berið ábyrgð á því að það sé borið á börnin ykkar áður en þau mæta í leikskólann og svo munum við sjá um það að bera á þau í hádeginu.
En nóg um það! Það sem við gerðum skemmtilegt í vikunni..
Á mánudaginn var tónlistartími með Carmen þar sem börnin spiluðu á hljóðfæri , sungu og dönsuðu.
Á þriðjudaginn var myndataka. Gunnar sem kemur frá Barna- og fjölskilduljósmyndum tók myndirnar. Hann náði alveg ótrúlega vel til barnana og gekk myndatakan rosalega vel. Við fórum bæði í hópmyndatöku og svo voru teknar einstaklingsmyndir af börnunum.
Ef þið eruð ekki ánægð með myndirnar af börnunum ykkar þá nefndi hann að þá væri hægt að hafa samband við hann og fengið að koma til hans að taka aðra mynd á engum kostnaði.
Á fimmtudaginn var smiðja hjá Rebecu þar sem þau kláruðu að föndra fiðrildin sín sem hanga uppi inná deild. Ótrúlega sumarleg og sæt.
Í dag var að sjálfsögðu farið strax út að leika okkur eftir morgunmatinn og svo var Gaman Saman með Laut og Læk fyrir hádegismatinn.
Eftir hvíldina var aftur farið út að leika okkur og auðvitað eftir kaffitíman líka. Þvílikur útidagur!

Við viljum benda ykkur á að eftir kl 16:00 á daginn er ekki hægt að hringja inn á deildarnar. Þá getið þið hringt í aðarnúmer leikskólans.
Svo erum við líka farin að vera meira úti að leika okkur svo flestir starfsmenn leikskólans eru þá ekki innandyra. Þá erum við með auka síma úti (sem er aðal númer leikskólans).  J

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica